Bókhald

Hjá NTV Bókhaldi og Þjálfun leggjum við áherslu á gott samstarf og sveigjanlega þjónustu sem hentar þínum rekstri. Það er í þínum höndum að ákveða hversu stóran hluta bókhaldsins við sjáum um — hvort sem það er daglegt bókhald og afstemmingar, útgáfa reikninga, launavinnsla eða uppgjör og framtalsskil.

Öll gögn eru send inn rafrænt í það bókhaldskerfi sem þú kýst og við aðlögumst þínum þörfum. Við höfum yfirsýn yfir reksturinn með þér, látum vita ef eitthvað vantar og tryggjum að bókhaldið sé ávallt í góðu lagi.

Hvort sem þú ert með stórt eða lítið fyrirtæki, þá erum við traustur samstarfsaðili sem styður við bakið á þér í rekstrinum.

Þjónustuleiðir

Almennt bókhald

Dagleg bókun reikninga, skil á virðisaukaskatti, afstemmingar á bankareikningum, lánardrottnum og viðskiptamönnum

Útgáfa reikninga

Við bjóðum upp á útgáfu reikninga. Stofna kröfur í netbanka. Fylgja eftir og rukka.

Launavinnsla

Útreikningur launa. Gerð launaseðla, bankaskilagreina og skilagreina til skattayfirvalda, lífeyrissjóða, stéttarfélaga og annarra.

Ársreikningur og framal

Við gerum ársreikninga og skattframtöl lögaðila. Einnig skattframtöl einstaklinga með eða án reksturs.

Það sem við gerum öðruvísi

Vinnustofur

Við erum með vinnustofu annan hvern laugardag. Vinnustofan er hugsuð að þú vinnir þitt bókhald undir leiðsögn.

Einkakennsla

Bjóðum upp á einkakennslu þar sem er farið vel yfir bókhaldið, þar sem þú fær fulla yfirsýn yfir reksturinn Þér er kennt að færa bókhaldið fyrir þitt félag að hluta eða í heild.

Þjálfun

Við bjóðum upp á að koma í fyrirtæki og þjálfa uppstarfsfólk hvort sem þið eru að skipta um nýtt bókhaldskerfi eða þjálfa upp nýjan starfsmann

Afleysingar

Við bjóðum upp á afleysingar ef starfmaður veikist, fer í orlof eða jafnvel á meðan er að finna nýjan starfmann.